27.5.2008 | 21:04
Dagur 7
Ösluðum af stað á sveitavegum í óþarflega þéttri umferð, Mcdonalds í hádeginu létti brúnina á unga manninum.
Fórum inn til Munster á hraðbraut og í Louis sem er ALVÖRU mótorhjóla búð keyptum okkur nesti og nýja skó eða þannig...... keyptum allavega nýja skó og Englandshelda regngalla svo við erum klárir í allt. Hitastigið fer hækkandi þegar sunnar dregur og fannst okkur 20+ vera í það mesta þegar við fórum hægt yfir í þéttri borgarumferðinni í dag. Komum okkur burt úr eftirmiðdags örtröð borgarinnar og náðum inná yndælis sveita hótel á átunda tímanum í kvöld og þær Gertrud og Hilda töfruðu fram kræsingar handa okkur á skömmum tíma, liðum við útaf fyrir framan kassann saddir og sælir feðgarnir.
Eigum örstutt í Holland héðan og stefnum að því að kíkja á Elínu og og hina níundu bekkingana á morgun.
Athugasemdir
hi hogni, hvad segir pú.
miguel (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:19
Bara að kvitta.Gangi ykkur vel feðgar og sjáumst flótlega. kv Dreki #26
Stebbi Rikka (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.