27.5.2008 | 21:04
Dagur 7
Ösluðum af stað á sveitavegum í óþarflega þéttri umferð, Mcdonalds í hádeginu létti brúnina á unga manninum.
Fórum inn til Munster á hraðbraut og í Louis sem er ALVÖRU mótorhjóla búð keyptum okkur nesti og nýja skó eða þannig...... keyptum allavega nýja skó og Englandshelda regngalla svo við erum klárir í allt. Hitastigið fer hækkandi þegar sunnar dregur og fannst okkur 20+ vera í það mesta þegar við fórum hægt yfir í þéttri borgarumferðinni í dag. Komum okkur burt úr eftirmiðdags örtröð borgarinnar og náðum inná yndælis sveita hótel á átunda tímanum í kvöld og þær Gertrud og Hilda töfruðu fram kræsingar handa okkur á skömmum tíma, liðum við útaf fyrir framan kassann saddir og sælir feðgarnir.
Eigum örstutt í Holland héðan og stefnum að því að kíkja á Elínu og og hina níundu bekkingana á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2008 | 20:52
Dagur 6
Danmörk í Þýskaland
Byrjuðum daginn á örmjóum, hlykkjóttum og frábærum sveitavegum í DK, tókum svo stuttan legg á hraðbraut yfir landamærin til þýskalands, þvældumst áfram í Þýsku sveitunum, yfir Elbuna og áfram suðurá við, áðum á ágætis hóteli í meðalstórum Hafnarfirði sem heitir Bremervörde. Fórum að éta á Grískan veitingastað að kvöldi og lentum þar á hlaðborð sem var ekkert smáræði. Næst tökum við stefnuna á Holland via Munster en þar ætlum við í MC-verslun.Gullkorn dagsins á Ísak "karamellur og TVEIR KODDAR ! þetta er lífið".
Þar sem við eigum í endalausu frostveseni hérna á moggablogginu þá bendum við á bloggið hjá Ernu ferðafélaga okkar sem er www.ernaaferdinni.bloggar.is
Bestu kveðjur til allra sem heima sitja og takk fyrir kveðjur sem berast. HP og ÍH.Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 16:30
Dagur 5
Sunnnudagur i Legolandi
Erum bunir ad vera allan daginn i Legolandi a stuttbuxum og bol i blidskapar vedri, skemmtum okkur alveg konunglega thar.
Gistum adra nott hja henni Rosu herna i Vandel og leggjum Thyskaland ad fotum (hjolum) okkar a morgun, aetlum ad druslast yfir Elbuna til ad byrja med og sja svo til med stefnuna thegar thangad er komid.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 15:51
Dagur 4
Laugardagur Danmörk !
Komum til Hanstholm í hádeginu kvöddum Jesú og vitringana (4 félagar úr Dúllurum) og purruðum af stað suðureftir. Veðrið, vegirnir og ferðahugurinn með því besta sem gerist. sit léttklæddur á svölunum hjá Kidda og Hildi og Ísak er kominn útá leikvöll með Hreimi vini sínum. Eigum pantaða gistingi í kvöld rétt hjá Legolandi og ætlum að vera klárir þar við opnun kl 10 í fyrramálið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2008 | 21:22
Dagur 3
Föstudagur á sjó og í Noregi.
Byrjuðum dagin í öldusundlauginni um borð síðan var slakað á ofandekks í sólskininu meðan silgt var í skerjagarðinum inn til Bergen. Fengum okkur göngutúr þar seinnipartinn og erum núna að sigla suður með ströndinni í kvöldsólinni.
Verðum í Danmörku um hádegi á morgun og erum orðin spennt að takast á við eggslétt Evrópu malbikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 20:45
Dagur 2
Færeyjar - fimmtudagur
Fórum fínann hjólarúnt í eyjunum og við Ísak tókum hluta af leiðinni á Harleynum hans Snæbjarnar ! Fórum svo í sund og gufu þegar við komum um borð aftur. Blíðu veður og ágætis félagsskapur af fjórum Dúllurum og tveim gömlum skólabræðrum á Harley.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2008 | 10:10
Dagur 1.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 21:13
Allt klárt !
Þá er það brottför í fyrramálið Allt klárt hjá okkur og ferðafélagarnir mættir austur.
Læt hérna fylgja mynd af Ísak í híbýlunum sem við verðum í á næstunni þessi er tekin norður í Eyjafirði á ferðalagi síðasta sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 00:39
Undirbúningur
Við erum búnir að vera bísna uppteknir af undirbúningi fyrir ferðina við feðgar ! Ísak þó mest af því að telja niður daga og skoða á korti hversu mörg lönd hann ætlar að "afgreiða" í túrnum.
Á þessari mynd sem tekin er um jólaleytið erum við þó með hugann við aðra hluti.
Ísak var svo heppinn að geta farið suður í "mömmu-helgi" í kvöld til að dreifa huganum svo ég sit uppi með lokafráganginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 23:59
Högni er í hvíld !
Bloggar | Breytt 15.5.2008 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)